Category: Hlekkur 2

Vika 5 hlekkur 2

Mánudagur 21/11

Tengd mynd
Mynd 1

Í tímanum byrjaði Gyða að sýna okkur hvernig við áttum að meta frumefna kynningarnar hjá hinum. Það náðu bara tveir að kynna í tímanum og það voru Eyþór og hann var
með frumefnið       og svo kynnti ég kynninguna mína og ég var með frumefnið Títan (Ti).Mér gekk vel að kynna en var alveg smá stressuð. Svo í lok tímans horfðum við á stutt dýramyndband.

MIðvikudagur 23/11

Við vorum í hópum sem okkur var skipt í á mánudaginn og við áttum að meta frumefna kynningarnar hjá öllum í bekknum, ég var með Eyþór og Aroni í hóp. Í tímanum var bara verið að kynna frumefna kynningarnar, eftir hverja kynningu áttum við hóparnir að meta aðalann sem var að kynna kynninguna. Okkur gekk bara vel að meta kynningarnar hjá hinum.

Fimmtudagur 25/11

Myndaniðurstaða fyrir eðlisfræði
Mynd 2

Í tímanum fórum við í tölvuver og gerðum samantekt af hlekk 2. Þar áttum við að fjalla um hvað við vorum að gera í hlekknum. t.d tilraunir, hugtök og margt fliera. Ég náði ekki að klára samantektina í tímanum en kláraði hana heima, gleumdi að pósta samantektinni ,ég save’aði hana og gleymdi að publisha henni þnnig hún publishaði seinna en átti.

Hemildir

Fréttir

Samantek,hlekkur 2

Um hlekkin

Við vorum í hlekk 2 sem var efnafræði, í þessum hlekk gerðum við mörg verkefni og tókum sérstaklega mikið  lotukerfið. Við gerðum glærukynningu um frumefni sem við áttum að velja sjálf og mér gekk bara nokkuð vel í að finna upplýsingar um frumefnið sem ég tók, ég tók frumefnið Títan (Ti). 

 

 

Hvernig gekk mér ?

Mér gekk bara nokkuð vel með þennan hlekk, mér fannst smá erfitt að vita hver munurinn var á rafeindum, róteindum og nifteindum en mér tókst að vita muninn og þá gekk mér betur. Annars gekk bara allt mjög vel.

 Hugtök

  • róteindir +
  • rafeindir –
  • nifteindir 0
  • Hreint efni.
  • Efnablanda.
  • Frumefni.
  • Efnasamband.
  • Efnatákn.
  • Efnaformúla.
  • Efnajafna.
  • Eiming.
  • Hamur efnis.
  • Hamskipti.
  • Bræðslumark.
  • Suðumark.
  • Leysing.
  • Efnabreytingar.
  • Efnahvarf.
  • Hvarfefni.
  • Myndefni.

 

Tilraunir

Við gerðum ýmsar tilraunir í þessum hlekk, þær voru flest allar mjög skemmtilegar og fræðandi. Tilraunirnar voru tildæmis um að finna út eðlismassan. Við gerðum það með því að finna massann og rúmmálið og reikna það saman og þá fengum við eðlismassan út. 

 

Vika 4 hlekkur 2

Mánudagur 14/11

Í tímanum byrjuðum við að fá niðurstöður úr könnunninni sem við gerðum í seinustu viku viku, mér gekk bara nokkuð vel í þeirri könnun, svo fórum við yfir öll svörin og áttum að gefa okkur einkunn frá A-C , eftir það fórum við yfir nokkur hugtök og svo í lok  tímans fórum við í eitt stutt Kahoot.                        

Tengd mynd
Mynd 1

Miðvikudagur 16/11

Það var ekki tími útaf það var skákmót:)

Fimmtudagur 17/11

Í byrjun tímans byrjuðum við að skoða hvað væri framundan í efnafræði og hvað við myndum gera og fara yfir nokkur hugtök, svo fórum við niður í tölvuver og héldum áfram með frumefna kynninguna.

Heimildir

Fréttir

 

 

Vika 3 hlekkur 2

Mánudagur 7/11

Mynd 1

Í tímanum byrjaði Gyða að láta okkur fá glósur og svo í framhaldi var kynning upp á skjá (Nearpod kynnning). Svo kíktum við á nokkrar fréttir upp á skjá og ræddum. 

  • Róteindir eru jákvæðar.
  • Nifteindir eru hlutlausar (hafa enga hleðslu).
  • Rafeindir eru neikvæðar.

Miðvikudagur 9/11

Gyða var ekki og þá kom Ann og var með tímann.Við gerðum verkefni sem Gyða var búin að skipuleggja, við áttum að  horfa á myndband upp á skjá og svo svara spurningum í  leiðinni. 

Fimmtudagur 10/11

Í tímanum var könnun í efnafræði, við gerðum hana í Nearpod. Könnuninn tók allan Náttúrufræðistímann. Könnuninn var td um : Róteindir, Rafeindir, Nifteindir og það allt og svo líka smá ljóstillifunnar og margt fleira.  Við gerðum könnunina í Nearpod, sem er í i pödunum, mér gekk bara nokkuð vel og er bara nokkuð sátt.

Myndaniðurstaða fyrir efnafræði
Mynd 2

 

 

 

 

 

Heimildir

Fréttir

Vika 2 hlekkur 2

Mánudagur 31/10

Ítímanum var Gyða með Nearpod kynningu um margt og mikið. Í glærunum Myndaniðurstaða fyrir efnafræðifjallaði hún um: 

  • Lotukerfið.
  • Frumeindir.
  • Sameindir.
  • Öreindir.
  • Massa.
  • Samsætur.
  • Hleðslu frumeindar.

Svo í lok tímans sýndi hún okkur myndband af Mr.Bean í rannsóknarstofu.

Miðvikudagur 2/11

Í tímanum vorum við sett i hópa og fórum í stövavinnu, í stöðvavinnunni komst ég í þrjár stöðvar.

  • Orð af orði – verkefni ( tvö verkefni).
  • Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.

Þetta var var ágætt.

Fimmtudagur 3/11

Við fórum í tölvuver og áttum að  að byrja á kynningunni um frumefnið sem við völdum í seinustu viku. Ég var með frumefnið Ti (Titanium). Svo eftir þann tíma  var vinnutími þannig að þá fórum við að blogga.

Fréttir

Heimildir

Vika 1 hlekkur 2

Mánudagur 24/10

Í tímanum byrjuðum við á hlekk 2, sem heitir: efnafræði. Gyða var með Nearpod kynningu upp á skjá um efnafræði en hún náði ekki alveg að klára kynninguna. En hún fjallaði um:

  • Efnablöndu.
  • Hreint efni.
  • Frumefni.
  • Efnasamband.
  • Ham efnis.

Miðvikudagur 26/10

Í tímanum byrjaði Gyða á því að klára kynninguna um efnafræði. Svo voru nMyndaniðurstaða fyrir Efnafræðiokkur hugtök sem
hún tók meira í, eins og : Bræðslumark, Suðumark og Eðlismassa. Svo gerðum við eina tilraun um hvernig er hægt að finna eðlismassa og rúmmál steins og það gekk bara vel. 

Fimmtudagur 27/10

Í tímanum byrjuðum við að fara í tölvuver að skoða lotukerfið betur, Gyða sýndi okkur linka sem við gátum farið í, eins og: Frfæðimynd um Lotukerfi, Stuttmyndir um Myndaniðurstaða fyrir lotukerfiðlotukerfi
og myndir af lotukerfinu. Svo áttum við að velja okkur eitt frumefni í lotukerfinu og gera kynningu um það en kynningin á að vera eftir um það bil hálfan mánuð. Svo blogguðum við í lok tímans.

 

Fréttir

Heimildir

 

Vika 6 hlekkur 1

Mánudagur 3/10

Í byrjun tímans settum við app í I padann sem heitir Nearpod, það er glósuapp sem við

nearpod
Mynd 1

notum til þess að sjá
glærurnar hennar Gyðu og svo gefur hún okkur stundum spurningar í appinu og við svörum. Í tímanum var Gyða með fyrirlestur um frumur upp á skjá sem við fengum í Nearpod appið og þá gátum við fylgst með því sem var upp á skjá en bara í i pödunum. Svo sýndi Gyða okkur rapplag um frumur í lok tímans.

 

Frumur

  • Frumur eru smæstu, lifandi byggingareiningar.
  • Til eru lífverur sem eru einungis ein fruma og nefnast þær einfrumungar en að öðrum kosti fjölfrumungar.
  • Frumum er almennt skipt í dýrafrumur og plöntufrumur.
  • Stærsta fruma mannsins er orkufruma.

Miðvikudagu 5/10

Við komumst ekki nema í um það bil 20.mínútur í tíma því það var tónlistaratriði í félagsheimilinu á undan tímanum. En eftir tónlistaratriðið fórum við í tíma og við fórum í kahoot í nokkrar mínútur, tildæmis fórum við í kahoot um frumur og svo i lok tímans fórum við í jólakahoot.

Fimmtudagur 6/10

Það var ekki tími út af það var kennaraþing.

Fréttir

Heimlidir