Lekandi / Tölvuver 26/4

Lekandi

Hvað er lekandi ?

Lekandi er kynsjúkdómur. Bakerían sem stafar af þessum sjúkdómi heitir Neisseria gonorroheae. Staðirnir sem bakterían sækir mest í eru kynfærin, endaþarmi, þvagrás og háls.

Bakterían

Neisseria-gonorrhoeae
Hér sést bakterían Neisseria gonorroheae / Mynd 1

Er lekandi hættulegur kynsjúkdómur ?

Hann er mjög alvarlegur sjúkdómur. Hann getur valdið ófrjósemi hjá bæði körlum og konum. Lekandi getur einnig valdið bólgum og sýkingum í  liðum, sýkingum í augum og í versta tilfalli er þegar hann ræðst á eggjaleiðara og kviðarhol.

Hvernig smitast lekandi ? Og hvernig get ég komið í veg fyrir smit ?

Hann smitast aðalega við samfarir. Það er þegar slímhúð fer í snertingu við slímhúð aðilans sem þú hefur samfarir við. Það er einnig hægt að smitast við endaþarmsmök- og munnmök.

Smokkurinn er eina vörnin gegn smiti. Þá þarftu líka að nota hann rétt.

Einkenni lekanda

Einkenni klamydíu eru mjög svipuð og einkenni lekanda. Einkennin eru breyting á lit og lykt á útferð úr leggöngum og þvagrás. Sársauki við að míga hefur svipaða tilfinningu  og að pissa rakvélarblöðum. Einnig verkur í grindarholi hjá bæði körlum og konum. Einkenni lekanda er oftast meiri en hjá klamydíu s.s. meiri bólgur.

Gonorrhea-Or-Gonnococcal-Infection
Mynd 2

Heimildir

 

Samantekt hlekkur 6 – 9.b

Um hlekkinn

Við vorum í hlekk 6 sem hét Þjórsá. Í hlekknum gerðum við allskonar. Við skoðuðum jarðfræðina í kringum Þjórsá, náttúruna, hraunið og aðal áherslan var Þjórsárver. Það var gerð könnun um Þjórsá / Þjórsárver. Í lok hlekksins áttum við að velja okkur eina virkjun og fjalla um, og skila henni svo á Flipgrid.

Hugtök

  • Þjórsá – er lengsta á landsins, þ.e. 230 km frá upptökum Bergvatnskvíslar.
  • Ytri öfl – ytri áhrif t.d. vindur, öldugangur, jöklar, frost, urkoma og vatnsföll.
  • Innri öfl – koma úr iðrum jarðar t.d. eldgos, jarðskjálftar og skorpuhreyfingar.
  • Eldstöðvakerfi – þrír möguleikar virðast vera fyrir hendi þegar kvika í eldstöðvakerfi berst frá kvikuuppstrettu og í átt til yfirborðs.
  • Þjórsárver – eru hluti mikilfenglegar náttúru og landslagsheildar sem er að mestu leyti ósnortin.
  • Dragár – upptök óglögg.
  • Lindár – glögg upptök úr lindum og vötnum.
  • Jöklár – koma úr jöklum.
  • Vatnasvið – vatnasvið tiltekinnar ár er safnsvæði árinnar, innan þess falla öll vötn og lækir til hennar.
  • Grunnvatn – þegar grafið er í jörðu er fyrr eða síður komið niður á vatn. Það kallast grunnvatn eða jarðvatn.
  • Snælína – Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningur. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnist snælína, og  er hún oft skýrt afmörkuð á jöklum síðari hluta sumars.
  • Fæðukeðja – fæðukeðja lýsir því hvernig  mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku.
  • Fæðuvefur – fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast. Fæðuvefur er gerður úr öllum fæðukeðjum sem má finna í hverju vistkerfi og tengjast saman.
  • Fléttur – eru eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu.
  • Rústir – eru sérkennilegar sífreramyndanir í jarðvegi sem geta orðið yfir metri að stærð.
  • Háplöntur
  • Hjarnjöklar
  • Skriðjöklar
  • Daljöklar
  • Skálar – og hvilftarjöklar.

Heimildir

Vika 7 hlekkur 6

Mánudagur 16/4

Í tímanum fengum við niðurstöður úr könnunni sem við gerðum s.l. fimmtudag. Við fengum ekki allt prófið i hendurnar heldur fór hún yfir valspurningarnar og setti síðan einkunnina á mentor. Mér gekk bara nokuð vel í þessari könnun.

Þriðjudagur 17/4

Í tímanum áttum við að velja eina virkjun til þess að fjalla um. Ég valdi virkjunina Hrauneyjafossstöð.

Hrauneyjafossstöð

Hrauneyjafossstöð er þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún er staðsett við Sprengisandsleið, og er um mitt hálendið. Hún er suðvestur af Sigöldustöð og notar því sömu vatnsmiðlunarmöguleika og Sigöldustöð. Stöðin var tekin í notkun árið 1981.

Tunguá er um 1,5 km ofan við Hrauneyjarfoss og er um 7 km neðan við Sigöldustöð. Við stífluna myndast 8,8 km² dægurmiðlunarlón.

Uppsett afl er 210 MW, Orkuvinnsla er 1,300 GW stundir á ári, Heildarfallhæð er 88 m og Hámarksrennsli er 270 m/sek.

This slideshow requires JavaScript.

Fimmtudagur 19/4

Það var ekki skóli því það var sumardagurinn fyrsti.

Fréttir

Heimildir

 

Vika 6 hlekkur 6

Mánudagur 9/4

Í tímanum fórum við í nearpod kynningu um Þjórsá og lífríkið í kring. Einnig fjallaði hún aðeins um nokkur atriði sem ég set svo hér fyrir neðan.

Ljóstillifun

lj-still-fun-n
Mynd 1

Fæðukeðja og fæðuvefur

faedukedja_190116
Þetta eru tvær fæðukeðjur, ein á landi og ein á sjó / mynd 2
faeduvefur_stor_190116
Þetta er fæðuvefur, en það eru margar fæðukeðjur að skarast / mynd 3

Þriðjudagur 10/4

Í tímanum byrjuðum við á að lesa hraðlestur, sem er ekki tengdur náttúrufræði. Þetta er hraðlestrar námskeið sem við bekkurinn gerum saman. Þetta er hraðlestrar námskeið í íslensku, og við eigum að lesa í fyrsta tíma hvers dags.

Hún Gyða fór með nokkrar áhrifaríkar fréttir uppá skjá t.d. um að býflugur fara minnkandi vegna eiturefna og að eiturefnin geta valdið ófrjósemi býflugna og hvaða áhrif það hefur á mannkynið. Mér fannst þetta mjög áhugavert.

Eftir það fórum við í einn stuttan leik í I padnum. Svo í lokinn fórum við í eina stutta nearpod kynningu um Þjórsá/eðlisfræði.

Fimmtudagur 12/4

Í tímanum var könnun úr hlekk 6. Hún var mest um jarðfræði og líffræði.

Fréttir

Heimildir

 

Vika 3 – 5 hlekkur 6

Á viku 3 – 4 var enginn tími, vegna páskafrís og vegna forfalla kennara. Þess vegna ætla ég að seta þessar vikur saman. það var enginn tími í viku 3 eða 4 en það var  tími í hálfa viku í viku 5. Ég ætla að setja það hér fyrir neðan.

Þriðjudagur 3/4

Þetta var fyrsti tíminn eftir páskafrí. Gyða var ekki og Jóhanna sagði okkur að horfa á eitthvað í 40 mín, og svo máttum við ráða hvort við myndum halda áfram að horfa, fara að blogga eða fara í frjálst.

Fimmtudagur 5/4

Í tímanum fórum við í tölvuver og fórum í Google earth. Bekkurinn misskildi fyrirmæli Gyðu um að við áttum að mæla Þjórsá, þannig ég skoðaði þessa staði sem ég set hér fyrir neðan. Ég ákvað að skoða Þjórsá heima og sjá hvar hún er staðsett á landakorti og hvernig hún lítur út.

1_2M1-620x438
Mynd 1
  • Ísland
  • Flúðir
  • Esjan
  • Reykjaík
  • New York
  • Central Park
  • Empire state building

Fréttir 

Heimildir 

Vika 2 hlekkur 6 / Verkefni, tölvuver 13/3

Í þessari viku var bara einn tími og það var þriðjudagstíminn.

Þriðjudagur 13/3

Í tímanum var Gyða ekki vegna árshátíðarundirbúnings yngri deildar. Við fórum á náttúrurfræðisíðuna og áttum að svara þremur spurningum af 6 mögulegum. Ég set spurningar og svör hér fyrir neðan. Ef maður náði að klára verkefnið þá mátti maður fara að blogga.

Berið saman Þjórsá og Hvítá. Hvað er líkt, hvað er ólíkt og rökstyðjið.

Þjórsá á uppruna sinn í jökulám en það renna fjölmargar dragár og lindár í Þjórsá. Þjórsá er lengsta á Íslands. Nokkrir fossar úr Þjórsá eru Hvanngiljafoss, Dynkur, Gljúfurleitafoss og Tröllkonufoss. Nokkrir fossar úr Hvítá eru Gullfoss, Barnafoss og Hrannfossar.

Fossarnir í Þjórsá

eru Hvanngiljafoss, Dynkur, Gljúfurleitarfoss, Tröllkonufoss, Þjófafoss, Minna-Núps flúðir, Búðarfoss, Hestfoss og Urriðarfoss.

20426977582_187b9ff13a_b
Mynd 1 / Dynkur

Hvernig eldfjall er Hekla ?

Hekla er þekktasta eldfjall Íslands um langan tíma, það er örugglega útaf stórgosinu árið 1104. Fjallið er mjög ungt í jarðfræðilegu tiliti. Eldstöðvakerfi Heklu er talið vera um 40 km langt og um 7 km breitt. það getur þannig gosið utan um fjallið. Hekla er einnig mjög virkt eldfjall.

hekla-volcano-1505970405-785X440.jpg
Mynd 2

Fréttir

Heimildir

Vika 1 hlekkur 6

Mánudagur 5/3

Í tímanum byrjuðum við á nýjum hlekk, sem heitir Þjórsá. Hún útskýrði hvað við myndum gera í hlekknum og hvað væri framundan.

Þriðjudagur 6/3

Í tímanum fórum við fyrst í nearpod kynningu um Þjórsá og jarðfræði. Þar var fjallað um Þjórsárdal, Þjórsá, ytri öfl og innri öfl, eldstöðvakerfi, Heklu, flokkun vatnsfalla og landsmótun vatnsfalla. Eftir glærusýninguna fórum við í stöðvavinnu.

Þjórsá

  • Þjórsá er lengsta á Íslands.
  • Þjórsá á uppruna sinn í jökulám.
  • Þjórsá á megin upptök sín við Hofsjökul.

Flokkun vatnsfalla

  • Dragár
  • Lindár
  • Jökulár

Ytri öfl og innri öfl

  • Ytri öfl er t.d. eldos, jarðskjálftar og skriðjöklar.
  • Innri öfl eru t.d. vindar, öldugangur og jöklar.

Eldstöðvakerfi 

skyringarmynd1
Mynd 1

Stöðvavinna

30126222_2118897061730782_1900778379_o

Fimmtudagur 8/3

Í tímanum var verið að blogga og vinna í verkefnum ef þurfti.

Fréttir

Heimildir